A A A
English
Póstlisti

Skráið ykkur á póstlista nordicGames.

Skrá
Fréttir
12.9.2014
Nýtt - Kakkalakkapóker á íslensku

Íslensk útgáfa af þessu vinsæla blekkingarspili með skepnum sem enginn þolir...Plataðu vini þína og taktu áhættu!  Leikmenn reyna að pranga spilum inn á hvorn annan. Leikmaður býður öðrum leikmanni eitthvað dýraspil án þess að viðkomandi sjái spilið. Hann segir hvaða spil hann býður og það getur ýmist verið rétt eða rangt. Sá sem lætur blekkjast af leikmanninum verður að taka upp spilið. ...

5.9.2014
Nýtt jólasveinapúsl eftir Brian Pilkington

Glæsilegt nýtt 1000 bita jólapúsl eftir Brian Pilkington er komið í hús! Stúfur Stjarna Bjart er yfir Grýluhelli blikar Stúfur stjarna...! Hnyttið 1000 bita jólapúsl með mynd af íslensku jólasveinunum. Það getur verið krefjandi að vera minnstur í fjölskyldunni sérstaklega þegar þú býrð með 12 bræðrum að ógleymdum risastórum ketti. Bræðurnir eigi jú til með að stríða hvor öðrum. Grýla ...

22.8.2014
Nýtt frá Jumbo

Vorum að fá í hús fjölbreytta og skemmtilega sendingu frá Jumbo sem inniheldur fullt af fallegum púslum, sprenghlægilegum Wasgij og Jan Van Haasteren púslum og flotta púslmottu fyrir byrjendur sem reynda púslara. Púslmottur og flokkunarbakkar Nauðsynleg eign fyrir alla áhugasama púslara Puzzle Mates Puzzle & Roll Starter Set er vönduð og handhæg púslmotta úr felti sem hægt er að p...

Fjölskylduspil
Monopoly Akureyri

Leiktu til sigurs og þú getur eignast allan bæinn!

Þetta vinsæla fasteignaspil er nú komið til Akureyrar. Farðu um bæinn og finndu fallegar götur, áhugaverðar menningarstofnanir, fyrirtæki og útivistarsvæði – allt er til sölu. Hver vill ekki eignast Hlíðarfjall eða Lystigarðinn? Leiðin til sigurs er að sýna fyrirhyggju, fjárfesta vel og gera góða samninga. Sá sem safnar mestum auði og eignast allan bæinn stendur uppi sem sigurvegari.

Spilaborðið inniheldur helstu kennileiti þessa aðlaðandi bæjar á Norðurlandi sem nú fagnar 150 ára afmæli sínu. Myndir af bænum prýða bæði borðið og kassann. Sannarlega skemmtileg norðlensk spilaupplifun!

Skoða alla Monopoly vörulínuna

Innihald

- Leikborð
- 8 leikpeð
- 28 afsalsbréf
- 1 pakki með MONOPOLY peningum
- 16 áhættuspjöld
- 16 samfélagssjóðsspjöld
- 32 græn hús
- 12 rauð hótel
- 2 teningar
- 1 flýtiteningur
- Einfaldar leikreglur

Framleiðandi: Nordic Games
Aldur

8+

Fyrir 2-8 leikmenn

Vörunúmer

49-5007

Leiðbeiningar
Verð: 9.990 kr. Bæta í körfu
Nýjar vörur