A A A
English
Póstlisti

Skráið ykkur á póstlista nordicGames.

Skrá
Fréttir
17.7.2014
Fjögur ný borðspil

Vorum að fá í hús þessa skemmtilegu sendingu frá Winning Moves með sérútgáfum af Monopoly og RISK spilunum: RISK The Lord of Rings Klassískt herkænskuspil í anda Hringadróttinssögu! Það er komið að því - Baráttan um Miðgarð er hafin. Þú getur haft áhrif á niðurstöðuna í þessu skemmtilega RISK spili sem sameinar klassískt borðspil með einum vinsælasta þríleik kvikmyndasögunnar. ...

11.7.2014
Ticket to Ride - Afmælisútgáfa

Nýkomið! Sérlega eiguleg 10 ára afmælisútgáfa af Ticket to Ride spilinu Glæsileg viðhafnar útgáfa af upprunalega Ticket To Ride USA spilinu með nýju útiliti og myndskreytingum. Spilið er mjög veglegt og eru kassi, leikborð og spjöld talsvert stærri en Ticket to Ride aðdáendur eiga að venjast. Sömu lestarleiðirnar eru til staðar og í upprunalega Ticket to Ride USA en um skemmtilega nýja hönnun...

18.6.2014
Ný spil frá ThinkFun

Vorum að fá fimm ný skemmtileg þrautaspil og gestaþrautir frá ThinkFun. Tilvalin í sumarbústaðinn og í ferðalagið! Laser Maze Geislabeygjandi þrautaleikur! Ljósið og speglarnir eru töfrum líkast en í raun eru það vísindi og góður skammtur af virkri hugsun sem þarf til að beina geislanum gegnum þessi krefjandi völundarhús. Undirbúðu þig undir ánægjulega heilaleikfimi sem beygir ...

Fjölskylduspil
Monopoly Akureyri

Leiktu til sigurs og þú getur eignast allan bæinn!

Þetta vinsæla fasteignaspil er nú komið til Akureyrar. Farðu um bæinn og finndu fallegar götur, áhugaverðar menningarstofnanir, fyrirtæki og útivistarsvæði – allt er til sölu. Hver vill ekki eignast Hlíðarfjall eða Lystigarðinn? Leiðin til sigurs er að sýna fyrirhyggju, fjárfesta vel og gera góða samninga. Sá sem safnar mestum auði og eignast allan bæinn stendur uppi sem sigurvegari.

Spilaborðið inniheldur helstu kennileiti þessa aðlaðandi bæjar á Norðurlandi sem nú fagnar 150 ára afmæli sínu. Myndir af bænum prýða bæði borðið og kassann. Sannarlega skemmtileg norðlensk spilaupplifun!

Skoða alla Monopoly vörulínuna

Innihald

- Leikborð
- 8 leikpeð
- 28 afsalsbréf
- 1 pakki með MONOPOLY peningum
- 16 áhættuspjöld
- 16 samfélagssjóðsspjöld
- 32 græn hús
- 12 rauð hótel
- 2 teningar
- 1 flýtiteningur
- Einfaldar leikreglur

Framleiðandi: Nordic Games
Aldur

8+

Fyrir 2-8 leikmenn

Vörunúmer

49-5007

Leiðbeiningar
Verð: 9.990 kr. Bæta í körfu
Nýjar vörur