A A A
English
Póstlisti

Skráið ykkur á póstlista nordicGames.

Skrá
Fréttir
18.6.2015
Monopoly Original er komið aftur!

Nordic Games kynnir með stolti nýja útgáfu af þessu sívinsæla fasteignaspili sem margir hafa beðið eftir. Farðu um borgina og finndu verðmætar götur, samgöngumiðstöðvar og þjónustufyrirtæki– allt er til sölu. Hver vill ekki eignast Reykjavíkurflugvöll, Kringluna eða Laugaveginn? Leiðin til sigurs er að sýna fyrirhyggju, fjárfesta vel og gera góða samninga. Því fleiri eignir sem þú átt því hærri le...

17.4.2015
Nýtt - RISK Transformers og safnkortaspil

Vorum að fá í hús klassískt herkænskuspil í anda Transformers og ný safnkortaspil frá Bergsala Enigma: RISK Transformers Munt þú vernda mannkynið eða tortíma því? Hinir illu Decepticons eru að hefja innrás á jörðina og það er undir Optimus Prime og hinna göfugu Autobot komið að vernda mannkynið. Autobots breiða úr sér frá miðju leikborðsins en Decepticons hafa yfirhöndina að því l...

24.2.2015
Nýtt - Domino Express Star Wars

Manstu eftir því í bernsku hvað var gaman að stafla upp ótalmörgum Domino kubbum og horfa á þá falla, hvern af öðrum, í fullkominni samhæfingu? Vorum að fá í hús stórskemmtilega sendingu af Domino Express vörum með Star Wars þema. Byggðu upp þinn eigin Star Wars Domino heim og horfðu á hann hrynja til jarðar! Domino Express Star Wars - Assault on Hoth Svarthöfði og Luke Skywalker b...

Fjölskylduspil
Monopoly Akureyri

Leiktu til sigurs og þú getur eignast allan bæinn!

Þetta vinsæla fasteignaspil er nú komið til Akureyrar. Farðu um bæinn og finndu fallegar götur, áhugaverðar menningarstofnanir, fyrirtæki og útivistarsvæði – allt er til sölu. Hver vill ekki eignast Hlíðarfjall eða Lystigarðinn? Leiðin til sigurs er að sýna fyrirhyggju, fjárfesta vel og gera góða samninga. Sá sem safnar mestum auði og eignast allan bæinn stendur uppi sem sigurvegari.

Spilaborðið inniheldur helstu kennileiti þessa aðlaðandi bæjar á Norðurlandi sem nú fagnar 150 ára afmæli sínu. Myndir af bænum prýða bæði borðið og kassann. Sannarlega skemmtileg norðlensk spilaupplifun!

Skoða alla Monopoly vörulínuna

Innihald

- Leikborð
- 8 leikpeð
- 28 afsalsbréf
- 1 pakki með MONOPOLY peningum
- 16 áhættuspjöld
- 16 samfélagssjóðsspjöld
- 32 græn hús
- 12 rauð hótel
- 2 teningar
- 1 flýtiteningur
- Einfaldar leikreglur

Framleiðandi: Nordic Games
Aldur

8+

Fyrir 2-8 leikmenn

Vörunúmer

49-5007

Leiðbeiningar
Verð: 9.990 kr. Bæta í körfu
Nýjar vörur