A A A
English
Póstlisti

Skráið ykkur á póstlista nordicGames.

Skrá
Fréttir
4.4.2014
Party & Co Original endurútgefið

Nýkomið og brakandi ferskt: Party & Co Original - 20 ára afmælisútgáfa! Upprunalega fjölskylduspilið í bláa kassanum með 2000 nýjum þrautum og spurningum. Ef þú byrjar getur þú ekki hætt...að hlæja! Algerlega FULLKOMIÐ í sumarbústaðinn. Party & Co er bráðskemmtilegt spil sem tilvalið er að taka fram í partíum og öðrum mannfagnaði. Það sameinar alla skemmtilegu spilaleikina í einn. Leysa þarf ...

4.3.2014
Skandinavísk Monopol spil

Vorum að fá í hús þessi skemmtilegu norsku og sænsku Monopoly spil, eða Monopol eins og þau kallast hjá nágrönnum okkar. Monopol Malmö Þetta vinsæla fasteignaspil er nú komið til Malmö í Sviþjóð. Farðu um bæinn og finndu fallegar götur, áhugaverðar menningarstofnanir, fyrirtæki og útivistarsvæði – allt er til sölu. Hver vill ekki eignast hið glæsilega Óperuhús í Malmö, Turning Torso skýj...

28.2.2014
Nýtt: RISK Star Wars

Góðu og illu öflin berjast um yfirráð í þessari glæsilegu útgáfu af klassíska herkænskuspilinu RISK Einu sinni fyrir langa langa löngu á fjarlægri vetrarbraut...er borgarastyrjöld yfirvofandi. Uppreisnarmenn safna liði og kröftum á leynilegum stað. Keisaraveldið heldur til í geimskipinu Dauðastjörnunni, þar sem öll illvirki þeirra og skuggalegar fyrirætlanir fæðast. Á sama tíma á öðrum stað ...

Fjölskylduspil
Monopoly Akureyri

Leiktu til sigurs og þú getur eignast allan bæinn!

Þetta vinsæla fasteignaspil er nú komið til Akureyrar. Farðu um bæinn og finndu fallegar götur, áhugaverðar menningarstofnanir, fyrirtæki og útivistarsvæði – allt er til sölu. Hver vill ekki eignast Hlíðarfjall eða Lystigarðinn? Leiðin til sigurs er að sýna fyrirhyggju, fjárfesta vel og gera góða samninga. Sá sem safnar mestum auði og eignast allan bæinn stendur uppi sem sigurvegari.

Spilaborðið inniheldur helstu kennileiti þessa aðlaðandi bæjar á Norðurlandi sem nú fagnar 150 ára afmæli sínu. Myndir af bænum prýða bæði borðið og kassann. Sannarlega skemmtileg norðlensk spilaupplifun!

Skoða alla Monopoly vörulínuna

Innihald

- Leikborð
- 8 leikpeð
- 28 afsalsbréf
- 1 pakki með MONOPOLY peningum
- 16 áhættuspjöld
- 16 samfélagssjóðsspjöld
- 32 græn hús
- 12 rauð hótel
- 2 teningar
- 1 flýtiteningur
- Einfaldar leikreglur

Framleiðandi: Nordic Games
Aldur

8+

Fyrir 2-8 leikmenn

Vörunúmer

49-5007

Leiðbeiningar
Verð: 9.990 kr. Bæta í körfu
Nýjar vörur