Innköllun á leikföngum Fréttir

Ágætu viðskiptavinir,

við höfum ákveðið að innkalla 3 Janod leikföng frá framleiðandanum Juratoys vegna köfnunarhættu sem skapast getur af smáhlutum sem geta losnað. Þau eru:

Sophie Gíraffi og Eiffel þrautaturn

(vnr. 29-09504/J09504)

(framleiðslunr. # 9321/J09504/022019 # 9474/J09504/042019 og # 9549/J09504/052019)

 

Myndavél með hljóði

(vnr. 29-05335/J05335)

 

Ljón í bandi

(vnr. 29-08240/J08240)

 

Vinsamlegast skilið þeim til þess útsöluaðila þar sem þau voru keypt gegn skiptum eða endurgreiðslu. Útsöluaðilarnir eru: Hagkaup, Heimkaup, Margt og mikið, Bókaverslun Breiðarfjarðar, Elko, Fjarðarkaup og Kaupfélag V-Húnvetninga.

Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.