frozen3

Ný barnapúsl og Batman spil Fréttir

Frozen púsl

Tvö ný stórskemmtileg púsl fyrir unga Frozen aðdáendur, þriggja ára og eldri.

Gólfpúslið er hægt að púsla saman innandyra á gólfinu eða utandyra. Það er gert úr endingargóðu frauðplasti og eru bitarnir því mjúkir og þola vel ágang æstra handa.

Veggpúslið er ekki bara púsl heldur líka flott veggskreyting. Þegar búið að koma púslinu saman er hægt að líma það með þar tilgerðu lími og festa á vegginn í barnaherberginu. Nú ertu komin með flotta veggmynd af Elsu og Önnu.

frozen3

Disney baðpúsl

Litrík og skemmtileg púsl fyrir yngstu púslarana til að taka með í baðið! Hægt er að velja um 2,3 eða 4 bita púsl. Blauta púslbita er hægt að festa á baðkarið eða baðherbergisflísar en þeir geta líka flotið. Frábær leið til að gera baðferðina enn skemmtilegri. Fyrir þriggja ára og eldri. Plasttaska fylgir með til að geyma púslin í á milli baðferða.

Annað púslið er með myndum af vinkonunum Mínu mús og Andrésínu önd á ströndinni. Hitt púslið er með myndum af Aríel, Tríton, Flumbra og Sebastían úr Disney teiknimyndinni Litlu Hafmeyjunni.

 

frettir-disney-badpusl

Batman vörur

Batman – 4 púsl í pakka
Inniheldur 35, 50, 70 og 100 bita púsl. Myndirnar eru fullar af smáatriðum og sýna Batman og Robin berjast við óvini sína Jókerinn og Mörgæsina í Gothamborg. Góð æfing fyrir unga og upprennandi púslara. Fyrir fjögurra ára og eldri.

Batman risaspil
Spilaspil fyrir yngstu leikmennina með 35 stórum spilum með myndum af persónum úr Batman þáttunum. Hægt er að spila 4 mismunandi leiki með Batman stokknum. Allir leikirnir eru mjög einfaldir og henta vel ungum leikmönnum, þriggja ára og eldri. Hvert spil er með mynd af persónu og tölu, en aðeins einn leikur af fjórum krefst þess að barnið kunni og skilji gildi talna frá 1-9. Leikirnir snúast að mestu um að þekkja og aðgreina persónurnar.

frettir-Batman_vorur

 

Looney Tunes púsl

Inniheldur 35, 50, 70 og 100 bita púsl. Myndirnar sýna Kalla kanínu og félaga við ýmis tækifæri. Góð æfing fyrir unga og upprennandi púslara.

Mismunandi bitastærð er á púslunum og þannig getur barnið þreifað sig áfram frá því auðveldasta (35 bitar) til þess erfiðasta (100 bitar). Púslin seljast í handhægum kassa með handfangi og því auðvelt að pakka saman og taka með t.d. í sumarbústaðinn.

frettir-looney-tunes2