likkistulosun-1

Tvö fyndin og fjörug spilaspil Óflokkað

Grápödduglundroði

grapodduglundrodi-1

Skellir, hvellir, klapp og kátína!
Þú þarft að komast að því hvaða hryllilegu skepnur leynast á földu spilunum. Til að bæta gráu ofan á svart þá þarft þú að finna út úr því á undan hinum!

Leikmaður er í hlutverki þjálfara hryllilegrar skepnu. Hann tekur upp spil, slær á borðið og klappar saman höndunum nokkrum sinnum. Hinir leikmennirnir heyra hvaða spjald um ræðir af höggunum og lófaklappinu að dæma. Út frá þessu „dulmáli“ reyna þeir að þekkja dýrategundina og fjölda dýranna sem dýraþjálfarinn sér á spilinu sínu. Fyrsti leikmaðurinn sem getur nefnt réttan fjölda dýra og rétta dýrategund eignast spilið. Leikmaðurinn sem hefur flest spil í lokin er sigurvegari Grápödduglundroða!

Hamslaust spilaspil fyrir unga sem aldna!

 

Líkkistulosun

likkistulosun-1

Það er tiltektardagur í vampírukastalanum og verið að losa líkkisturnar!
Þú verður að ná réttri samsetningu litar og tákns með teningunum og verða fljótari en hinir leikmennirnir ef þú vilt losa þínar líkkistur.

Fjögur vampíruspil eru sett fyrir framan hvern leikmann þannig að þau snúa upp. Leikmaðurinn sem á að gera, kastar báðum teningum. Ef táknið og liturinn sem kemur upp er með sömu samsetningu og eitt af vampíruspilunum þínum, átt þú að slá á hvítlauksspilið. Fljótasti leikmaðurinn má snúa vampíruspili yfir á líkkistuhliðina (bakhliðina). Ef sama samsetning litar og tákns kemur upp í næsta kasti og þú ert aftur fljótasti leikmaðurinn, leggur þú líkkistu niður úr þínum eigin spilum (losar hana til hliðar). Sá fyrsti sem hefur losað fjórar líkkistur úr spilinu er sigurvegarinn!