JVH Skipastiginn 2000 bitar ,

JVH The Locks 2000 pcs

Flott 2000 bita púsl frá Jumbo með mynd eftir listamanninn Jan Van Haasteren. Það er mikil umferð á skipaskurðinum og umferðarteppa hefur myndast við hliðið á skipastiganum á meðan beðið er eftir að vatnsyfirborðið hækki svo hægt sé að hleypa í gegn.

Jan Van Haasteren hefur myndskreytt ótal púsl fyrir Jumbo. Hann er þekktur fyrir skondnar og litríkar myndskreytingar, fullar af smáatriðum. Oft laumar hann sömu atriðunum inn í myndirnar, s.s. hákarlaugga, Sankti Nikulási eða sjálfsmynd. Púslarar geta skemmt sér við að leita að þessum smáatriðum.

Aldur:
Fjöldi Púslbita:
Myndefni púsls:
Vörunúmer: 19068
Stærð: Stærð púslaðs púsls: 98 x 68 cm
Þyngd: 790 g
Stærð pakkningar: 27x37x7 cm
Framleiðandi Púsls:
Útgefandi:
Innihald:
2000 púslbitar
Product ID: 13581 Categories: , . Merki: , , , , .