Kennaraleikur ,

Real Teacher Game

Veglegt leikjasett frá Janod fyrir börn, 3-10 ára. Inniheldur allt sem þarf til að setja upp heila skólastofu, þ.á.m. 4 pappanemendur í raunstærð (nokkurn veginn) og skrifborðin þeirra. Hægt er að kenna þeim lestur, reikning, líffræði, rúmfræði… eiginlega allt sem börn læra raunverulega í skólum. Og ekki má gleyma að taka matarhlé og fara í mötuneytið.

Þykistuleikir sem þessi örva ímyndunarfl og hugarflug barna og frjóir hugar eru góðir í að læra og meðtaka nýja hluti. Hér sannast hið fornkveðna að besta leiðin til að læra er að kenna!

Aldur:
Vörunúmer: 430012
Útgefandi:
Innihald:
• 4 pappírspésar í raunstærð með skrifborðum
• Krítartafla
• Margvíslegt ‚námsefni‘