King of Tokyo , , ,

Einfalt og andstyggilega skemmtilegt teningaspil!

Leikmenn bregða sér í hlutverk stökkbreyttra skrímsla, risavaxinna vélmenna og geimvera sem ganga í gleði sinni berserksgang um Tókýó með það að markmiði að vera hinn eini sanni konungur borgarinnar.

King of Tokyo er einfalt spil sem auðvelt er að læra en umfram allt mjög skemmtilegt, þar sem heppni og örlítil herkænska er lykillinn að kvikindislegum sigri. Leikmenn kasta sex teningum, þrisvar sinnum í röð, allir með táknum fyrir eyðileggingu, orku, lækningu eða árás. Þegar leikmaður á umferð, safnar hann teningunum saman til að vinna inn orku, lækna skrímsli eða bara til að til ráðast á annan leikmann. Að auki er hægt að kaupa sérstök spil með orku til að öðlast einstaka krafta eins og auka höfuð sem leyfir leikmanni að kasta auka teningi, brynvörn, dauðageisla og fleiri. Ofsafengnasti leikmaðurinn verður konungur Tókýó… en mun þá standa einn andspænis hinum skrímslunum! Sá sem fær fyrstur 20 stig eða stendur einn uppi á vígvellinum sigrar.

King of Tokyo hefur unnið til fjölmargra verðlauna m.a. Besta Fjölskylduspilið árið 2011 hjá Dice Tower og Golden Geek verðlaunin í flokkunum Fjölskylduspil ársins, Barnaspil ársins og Partýspil ársins 2012 hjá Board Game Geek.

Fjöldi leikmanna: 2-6
Leiktími: 30 mín
Aldur:
Vörunúmer: 7050
Þyngd: 770 gr
Stærð pakkningar: 25,3 x 25,3 x 6,8 sm
Hönnuður:
Listamaður:
Útgefandi:
Innihald:
- Leikborð
- 66 spil á íslensku
- 28 skífur
- 8 teningar
- 6 skrímslaspjöld
- 6 skrímsli + plaststandar
- Orkukubbar
- Íslenskar leikreglur
islenskaenska