magic_the_gathering_Origins_DB_Tool_Kit_1

Magic Origins Deck Builder’s Tool Kit ,

Stækkaðu safnið þitt í einni svipan!

Þetta veglega sett inniheldur hvorki meira né minna en 285 ný Magic Origins spil, efnivið í marga Magic stokka. Góður leiðarvísir fylgir sem hjálpar til við að byggja sterka stokka. Sérlega hentugt sett fyrir byrjendur í Magic og góður sterkur grunnur sem er hægt að byggja ofan á. Engin tvö Tool Kit eru eins.

Magic Origins er með persónurnar Gideon Jura, Jace Beleren, Liliana Vess, Chandra Nalaar, og Nissa Revane í forgrunni. Settið fylgir ferðalagi þeirra frá uppruna, sem dauðlegar manneskjur, og til hlutverks þeirra sem öflugir Planeswalkers galdramenn.

Í Magic The Gathering safnkortaspilinu ert þú Planeswalker; einn af kröftugustu galdramönnunum alheimsins og annara tilverustiga. Með hjálp hinna voldugu spila magnar þú seið, laðar til þín ýmsar kynjaverur og býrð þær til baráttu gegn öðrum galdramönnum með það að markmiði að ná lífsstigum andstæðingsins niður í 0 og slökkva lífsneistann.

Aldur:
Vörunúmer: MAGB2545
Hönnuður:
Innihald:
- 125 semí-handahófskennd spil
- Fjórir Booster pakkar, 15 spil í hvorum
- 100 Land spil
- Geymslubox fyrir spilin
- Deck Builder's leiðarvísir
- leikregluspjald
Product ID: 4534 Categories: , . Merki: , , .