Painting by numbers Junior Coral Scene
Skemmtilegt föndursett frá Sequin Art fyrir unga og upprennandi myndlistarmenn, 8 ára og eldri. Inniheldur spjald með myndaútlínum og númeruðum svæðum. Málningarhylkin eru einnig númeruð og með því að setja rétta litinn á svæði með samsvarandi númeri fyllist myndin smátt og smátt af fallegum litum. Myndin sýnir kóralrif þar sem ýmsar sjávarlífverur lifa og dafna.