Farið í ferðalag um Miðgarð!
Hobbitar, dvergar, álfar, vitkar, púkar og sögusvið úr samnefndir kvikmynd eru öll í seilingarfjarlægð í þessari ævintýralegu útgáfu af sívinsæla fasteignaspilinu Monopoly. Leiðin til sigurs er að sýna fyrirhyggju, fjárfesta vel og gera góða samninga. Sá sem safnar mestum auði og ræður yfir öllum Miðgarði stendur uppi sem sigurvegari.
Sex spilapeð með hlutum úr Hobbitanum – sverðið Stingur, Hringurinn, öx Glóins, hattur Gandálfs, bogi Filis og lykill Þorins – eru í spilinu.