Klassískt Monopoly spil með ævintýralegu Star Wars þema!
Stundaðu fasteignabrask í vetrarbraut þar sem stríð geysa og krafturinn er beislaður. Góðu og illu öflin takast hér á í epískri baráttu um völd og viðskiptatækifæri. Leikmenn ferðast í kringum vetrarbrautina þar sem eignir ganga kaupum og sölum eða eru leigðar út. Notaðu kraftinn ef þú getur, en farðu varlega…Hann getur einnig unnið gegn þér. Valdamesti leikmaðurinn að leikslokum sigrar spilið og öðlast kraftinn og vetrarbrautina alla!
– Tilvísanir í allar sex Star Wars myndirnar.
– Flottir Star Wars leikmenn.
– Hægt að spila eftir hefðbundnum Monopoly reglum eða Star Wars reglum.