Nashyrningseðluuppgröftur ,

Explore Excavate a Triceratops

Sniðugt sett fyrir alla risaeðluaðdáendur úr Explore vörulínunni frá SES sem gengur út á að virkja áhuga barna á vísindum og vísndalegum vinnuaðferðum. Hér fer barnið í hlutverk fornleifafræðings sem reynir að ná beinum nashyrningseðlunnar úr grjótklumpinum með því að losa varlega um þau með hamri og meitli. Síðan má setja beinin saman í heillega beinagrind og leika sér að henni.

SES Explore vörulínan inniheldur ýmis konar vörur fyrir börn sem hneigjast að raungreinum og náttúrunni. Með SES Explore vörunum geta þau rannsakað og lært um heiminn á spennandi og skapandi hátt.

Aldur:
Vörunúmer: 25029
Útgefandi:
Innihald:
• Steinklumpur með nashyrningseðlubeinagrind
• Hamar
• Meitill
• Leiðbeiningar