Glæsilegt 3000 bita púsl frá Jumbo. Hér má sjá hin ýmsu dýr flykkjast út úr örkinni hans Nóa eftir flóðið mikla, greinilega fegin að hafa fast land undir fótum.
Myndin er eftir listamanninn Adrian Chesterman sem hefur að eigin sögn unnið „fyrir alla, við allt, alls staðar.“ Hann hefur t.d. unnið við kvikmyndir, auglýsingar, bækur, landslagshönnun og fleira. Hann bjó einnig til stærsta púsl í heimi sem er til sýnis í Barcelona á Spáni en púslið telur 33.600 bita og er 6×2 m að stærð.