Robot_Turtles_1
Robot_Turtles_1Robot_Turtles_2Robot_Turtles_3Robot_Turtles_4

Robot Turtles , , ,

Spil fyrir litla forritara! 

Stórskemmtilegt spil sem laumulega kennir krökkum undirstöðuatriðin í einfaldri forritun, frá kóðun til aðgerða. Leikmenn færa skjaldbökurnar sínar í átt að demantinum með einföldum skipunum; Áfram, hægri og vinstri. Einn fullorðinn eða reyndur leikmaður tekur að sér hlutverk tölvu og framfylgir skipunum, en það er algjört grundvallaratriði að viðkomandi gefi frá sér fyndin hljóð þegar skjaldbökurnar eru færðar svo sem bíbb, búbb, babb eða hvað sem honum dettur í hug. Eftir því sem færni leikmanna eykst er hægt að bæta inn ýmsum hindrunum t.d. klakaturnum, sem hægt er að bræða, eða trékössum, sem hægt er að færa, en ef pödduspilið er lagt fram er síðasta skipun afturkölluð. Spilinu lýkur þegar allir leikmenn hafa náð í demant og allir vinna!

Virkilega skemmtilegt fjölskylduspil sem er jafnframt þroskandi og fræðandi (en ekki segja krökkunum það!).

  • Spilið er byggt á Logo forritunarmálinu.
  • Spilið var fjármagnað á Kickstarter og er það farsælasta borðspilið í sögu vefsíðunnar.

Vefsíða Robot Turtles – Myndir til að lita, linkur á e-bók og fleira skemmtilegt.

Fjöldi leikmanna: 2-5
Aldur:
Vörunúmer: 45-1900
Hönnuður:
Útgefandi:
Innihald:
- leikborð
- 4 skjaldbökuskífur
- 4 demantaskífur
- 36 hindranaskífur
- 4 pödduskífur
- 4 x 44 spilabunkar með kóða
- leikreglur
islenskaenska