Small_World_Underground_1
Small_World_Underground_1Small_World_Underground_2Small_World_Underground_3

Small World undirheimar , , ,

Spil sem kemur jafnvel þaulreyndustu Small World leikmönnum á óvart!

Undirheimar Small World er nýtt borðspil og sjálfstætt framhald af hinu geysivinsæla Small World spili. Spilið á sér stað undir yfirborði hinna björtu og líflegu Smáheima en þar leynist veröld full af epískum orrustum og föllnum keisaraveldum.

Þar sem allar minjar fyrri kynslóða eru grafnar er enn þrengra um manninn (eða skrímslið) í undirheimum Smáheima. Áætlanir fornfeðra þinna um að grafa upp fornt neðanjarðarveldi eru í hættu… Aðrir hafa vogað sér til að grafa undir landið þitt og nú er svo komið að lítið er um pláss fyrir lifandi og dauðar verur!

Öflugir galdragripir, 15 nýir duttlungafullir þjóðflokkar, 21 nýir máttarskildir og svæði undir stjórn skrímsla má meðal annars finna í undirheimum Smáheima.

Höfundur Small World, Philippe Keyaerts, fylgir hér eftir upprunalega spilinu, þar sem leikmenn keppa um landvinninga og stjórn í heimi sem er einfaldlega of lítill til að geta komið til móts við alla. Upprunalega spilið hefur nú þegar selst í meira en 100.000 eintökum og er fáanlegt á 10 tungumálum.

Undirheimar Small World er hægt að spila sem sjálfstætt spil eða með grunnspilinu og/eða öðrum viðbótum Small World.

Fjöldi leikmanna: 2-5
Leiktími: 30-90 mín
Aldur:
Vörunúmer: 7909
Hönnuður:
Útgefandi:
Innihald:
- Tvö ný leikborð með myndum báðum megin
- 15 glæný kynstofnsspjöld með samstæðum fánum og táknum
- 21 nýir máttarskildir
- 9 vinsælir staðir & 6 minjar hinna réttlátu
- 9 svört fjöll & 1 eldfjall
- Ýmis herklæði,barefli og hefndartákn
- Allt-í-bland poki
- 106 sigurpeningar auk margra annarra skemmtilegra hluta
- Leikreglur á ensku
enskafranska
Product ID: 2844 Categories: , , , . Merki: , , .