Uppselt
Stone_Age_1
Stone_Age_1Stone_Age_2

Stone Age , , , ,

Skemmtilegt samfélagsspil sem gerist á steinöld

Upphaf mannkyns. Forfeður okkar voru dugnaðarforkar sem þurftu að vinna hörðum höndum til að eiga ofaní sig og á. Hugvitið sá þó til þess að ýmiss verkfæri litu dagsins ljós sem og aðferðir til að minnka vinnu og auka afköst.

Leikmenn eru sendir aftur til steinaldar með frumstæð verkfæri til að byrja með og þurfa að safna trédrumbum, steinum og gulli. Ættbálkurinn dafnar, en ekki má gleyma að gefa öllum að borða. Smám saman verður til meira hugvit og reynsla og leikmenn geta byggt öruggari húsaskjól og útbúið betri verkfæri. Heppni spilar einnig inn í en ekki er hægt að sigra á henni einni saman þar sem kænska spilar stóran þátt í hver stendur uppi sem sigurvegari í lokin.

Fjöldi leikmanna: 2-4
Leiktími: 60-90 mín
Aldur:
Vörunúmer: 68-1260
Hönnuður:
Útgefandi:
Innihald:
- 1 leikborð
- 4 leikmannaspjöld
- 68 tréauðlindir
- 40 tréfígúrur
- 8 stigakubbar
- 53 matarskífur
- 28 byggingarskífur
- 18 verkfæraskífur
- 1 skífa fyrir fyrsta leikmann
- 36 samfélagsspil
- 7 teningar
- 1 teningabolli úr leðri
- Leikreglur
enska