Svanir
1000 bita púsl frá Heye með mynd eftir spænsku listakonuna og rithöfundinn Cris Ortega. Hún hefur samið myndasögur og unnið fyrir útgáfufyrirtæki við myndskreytingu. Hún hefur einnig gefið út listaverkabækur og listaverk hennar hafa prýtt bókakápur, púsl, plaköt, tölvuleiki og ýmsan varning. Verk hennar eru yfirleitt tengd og innblásin af fantasíum og ævintýrum.