hare_tortoise_1
hare_tortoise_1hare_tortoise_2hare_tortoise_3

The Hare and the Tortoise , , ,

Skemmtilegt spil sem er byggt á klassískri sögu

Skjaldbakan þáði boð hérans hraðskreiða um kapphlaup og fréttirnar fóru eins og eldur í sinu um allan skóginn. Fleiri keppendur hafa bæst við svo úr hefur orðið stór viðburður sem allir hafa komið til að sjá. Hver mun sigra og hljóta titilinn hraðskreiðasta dýrið í skóginum? Verður það hérinn, skjaldbakan, úlfurinn, lambið eða refurinn? Veðjaðu á rétta dýrið og passaðu þig á að þjófstarta ekki!

Leikmenn fá eitt veðmálsspil og sjö kapphlaupsspil. Hægt er að gera aukaveðmál með einu af spilunum sjö. Markmiðið er að sjá til þess að dýrið sem leikmaður veðjar á sé það fyrsta sem fer yfir marklínuna. Kapphlaupið hefst ekki fyrr en 8 spil eru komin á borðið eða 4 spil með sama dýrinu. Hvert dýr hreyfist á sinn sérstakan hátt, t.d. hleypur hérinn hratt en getur tekið pásu ef hann er kominn með gott forskot á meðan skjaldbakan fer hægt en örugglega yfir og getur tekið spretti. Leikmenn geta fengið stig ef dýrið sem þeir veðjuðu á lenda í fyrsta (5 stig), öðru (3 stig) eða þriðja (2 stig) sæti.

Fallega hannað og stórskemmtilegt spil fyrir alla fjölskylduna sem er auðvelt að læra. Sígilda sagan um hérann og skjaldbökuna fylgir með á ensku. Spilið selst í skemmtilegum kassa sem er eins og bók að lögun og stærð. Smellpassar í bókahilluna!

Fjöldi leikmanna: 2-5
Leiktími: 20 mín
Aldur:
Vörunúmer: 51159
Hönnuður:
Útgefandi:
Innihald:
- 11 brautarskífur
- 5 viðarleikmenn með límmiðum
- 81 kapphlaupsspil
- 5 veðmálsspil
- 5 hjálparspil
- upphafslína
- marklína
- verðlaunapallur
- 1 skífa fyrir fyrsta leikmann
- 5 Turbo skífur
- sögurit á ensku
- leikreglur á ensku
enska