ThreeLittlePigs_1
ThreeLittlePigs_1ThreeLittlePigs_2ThreeLittlePigs_4ThreeLittlePigs_3

The Three Little Pigs , , ,

Skemmtilegt spil sem er byggt á klassísku ævintýri

Þú ert lítill heimilislaus grís og þráir ekkert heitar en að byggja stórt og stöðugt hús sem veitir skjól og öryggi. Þú þarft ekkert byggingarefni eða vinnupalla. Það eina sem þú þarft að gera til að byggja draumaheimilið er að kasta teningum. En passaðu þig samt á úlfinum! Hann er aldrei langt undan!

Þegar röðin kemur að þér reyndu að setja saman bestu samsetninguna af gluggum, þökum og hurðum til að bæta við yndislega heimilið þitt. Ef þú óvart tælir úlfinn úr skóginum reyndu þá að fella hús annars leikmanns með því að blása hressilega á snúningshjólið.

Three Little Pigs er skemmtilegt teningaspil fyrir alla fjölskylduna. Sígilda sagan fylgir með á ensku.
Spilið selst í skemmtilegum kassa sem er eins og bók að lögun og stærð. Smellpassar í bókahilluna!

Fjöldi leikmanna: 2-5
Leiktími: 20 mín
Aldur:
Vörunúmer: 51110
Hönnuður:
Útgefandi:
Innihald:
- 5 sérstakir teningar
- 1 úlfa snúningshjól
- 36 húsaspjöld
- 6 markmiðsspil
- sögurit á ensku
- leikreglur á ensku
enska