Uppselt
Ticket_to_Ride_Anniversary_1
Ticket_to_Ride_Anniversary_1Ticket_to_Ride_Anniversary_3Ticket_to_Ride_Anniversary_7Ticket_to_Ride_Anniversary_6Ticket_to_Ride_Anniversary_5

Ticket to Ride Afmælisútgáfa , ,

Sérlega eiguleg 10 ára afmælisútgáfa af Ticket to Ride spilinu.

Glæsileg viðhafnar útgáfa af upprunalega Ticket To Ride USA spilinu með nýju útiliti og myndskreytingum. Spilið er mjög veglegt og eru kassi, leikborð og spjöld talsvert stærri en Ticket to Ride aðdáendur eiga að venjast. Sömu lestarleiðirnar eru til staðar og í upprunalega Ticket to Ride USA en um skemmtilega nýja hönnun og myndskreytingar er að ræða. Litlu fíngerðu lestarvagnarnir eru algjört augnayndi og minna helst á gamaldags leikföng en þeir flokkast niður í fimm sett og er hvert þeirra geymt í afar fallegu tinboxi.

Inniheldur allar lestarleiðir úr Ticket to Ride USA og úr 1910 viðbótinni og nokkrar úr Mystery Train Viðbótinni að auki, alls 69 lestarleiðir.

Allir geta lært að spila Ticket to ride og haft gaman af. Spilið gengur út á að finna lestarleið á milli borga í N-Ameríku. Leikmenn fá úthlutað lestarleiðum og reyna að eigna sér leiðir smám saman í frá einni borg og í aðra. Lituð spil eru notuð til að eigna sér leiðir og litlir lestarvagnar settir á teinana til að sýna eignarhlut viðkomandi leikmanns. Sá vinnur sem fær flest stig. Einstaklega vinsælt og margverðlaunað borðspil fyrir fólk á öllum aldri!

Fjöldi leikmanna: 2-5
Leiktími: 30-60 mín
Aldur:
Vörunúmer: 720121
Hönnuður:
Útgefandi:
Innihald:
- Kort með lestarleiðum í N-A
- 5 tinbox
- 5x 48 lestarvagnar
- 110 lestarvagnaspil
- 30 hefðbundnir lestarmiðar
- 35 lestarmiðar úr 1910 USA
- 4 lestarm. úr Mystery Train
- 1 Globe Trotter bónusspil
- 5 stigakubbar úr tré
- Leikreglur á 11 tungumálum
islenskaenskadanskanorskafinnskafranskaitalskahollenskapolska
Product ID: 2538 Categories: , , . Merki: .