Ticket to Ride Evrópa 15 ára afmælisútgáfa ,

VÆNTANLEGT APRÍL 2021

Þessi veglega afmælisútgáfa af hinu sígilda og dáða Ticket to Ride Evrópa inniheldur ALLA lestarmiða sem gefnir hafa verið út í viðbótum úr Ticket to Ride Evrópa. Einnig eru lestarvagnarnir afar glæsilegir sem og öll önnur ytri umgjörð en spilið er það sama og glatt hefur ótal fjölskyldur um heim allan í 15 ár.

Fyrir 2-5 leikmenn, 8 ára og eldri.

Frá höfundi Ticket to Ride, Alan R. Moon, og Days of Wonder:

Velkomin í afmælisútgáfu Ticket to Ride Evrópa. Þessi útgáfa fagnar áralöngum spennandi lestarævintýrum margra fjölskyldna og vinahópa um allan heim með stækkaðri útgáfu af þeirri upphaflegu. Við lögðum mikla vinnu í að gera vönduð lestarlíkön með smáatriðum auk nýrra og gullfallegra myndskreytinga og uppfærðra íhluta sem bæta upplifunina. Einnig erum við spennt yfir því að útgáfan inniheldur hvern einasta lestarmiða sem hefur verið gefin út hingað til og nokkur tilbrigði úr Evrópa 1912 viðbótinni til að tryggja sem besta leikupplifun. Þessi afmælisútgáfa af Ticket to Ride Evrópa er til þess að þakka ykkur óbilandi stuðning í gegnum árin. Njótið og skemmtið ykkur vel!

Íslenskar leikreglur.

Fjöldi leikmanna: 2-5
Leiktími: 30-60 mín
Aldur:
Hönnuður:
Listamaður:
Útgefandi:
Innihald:
• 1 borð með korti af evrópskum lestarleiðum
• 225 lestarvagnar (+auka)
• 15 litaðar lestarstöðvar
• 5 spilapeð
• 110 lestarvagnsspil
• 108 lestarmiðar
• 1 bónusspil evrópsku hraðlestarinnar
• 1 samantektarspil yfir stórborgir
• 1 bæklingur með leikreglum
• 1 Days of Wonder vefkóði (aftan á leikreglum)
Product ID: 29069 Categories: , . Merki: , , .