TileBlox Regnbogasett 60 bitar

TileBlox Rainbow 60 pcs Set

Litríkt 60 bita byggingarsett frá Tileblox sem inniheldur fallega segulkubba í regnbogalitunum ásamt leiðbeiningum (sem þarf ekki að fara eftir frekar en maður vill). Inniheldur þríhyrninga, ferninga, trapísur og rétthyrninga. Frábær afþreying fyrir snjalla og hugmyndaríka krakka! Tilvalið í skóla og leikskóla.

Tileblox vörurnar líkjast nokkuð Clicformers smellukubbunum og Magformers seglunum, enda frá sömu framleiðendum sem tryggja gæði og vöruhönnun sem örvar huga barna. Einnig hafa Tileblox vörurnar svipað lærdómsgildi en hönnun þeirra er hugsuð út frá svonefndum S.T.E.M. fræðum sem veitir börnum undirstöðu í ýmsum raungreinum; vísindum (science), tækni (technology), verkfræði (engineering) og stærðfræði (mathematics).

Aldur:
Vörunúmer: 1030005
Útgefandi:
Innihald:
• 60 bitar
• Leiðbeiningar