Wasgij umferðaröngþveiti – 1000 bitar
Umferðin hefur stöðvast alfarið á hraðbrautinni og svo virðist sem bóndinn með nautgripina sína komist hraðar en bílarnir. Ökumenn eru að vonum einstaklega pirraðir og óþolinmóðir. Hvað gæti hafa gerst til þess að orsaka þetta ástand? Það er þitt verkefni að komast að því…
Stórskemmtilegt og óhefðbundið 1000 bita púsluspil frá Jumbo. Kassinn sýnir ekki lokaútkomu heldur gefur vísbendingu um hana. Sá sem púslar þarf því að nota ýmindunaraflið til að leysa gátuna. Ögrunin felst í því að lokaútkoman er í raun ekki sú sama og myndin utaná kassanum en sýnir þess í stað sjónarhorn persónanna sem þar eru.
Wasgij púslin eru geysivinsæl um heim allan og skyldueign á heimili metnaðarfullra púslara!