Meistarakokkurinn
Nýja þáttaröðin af Meistarakokkinum og þátttakendur eru uppteknir við að skapa meistaraverkin en hvað hafa þeir gert til að ganga í augun á dómurunum? Mun einhver koma þeim á óvart með dans-og söngvamáltíð eða baka þeir bara vandræði? Reyndu að ímynda þér að þú sért fulltrúinn frá heilbrigðiseftirlitinu í bláa doppótta kjólnum – það sem hún sér er það sem þú þarft að púsla.
Skondið og óhefðbundið 1000 bita púsluspil frá Jumbo. Kassinn sýnir ekki myndina sem á að púsla heldur gefur vísbendingu um hana. Þegar þú púslar Wasgij Original púsl, sérðu atburðinn á kassanum frá sjónarhorni persónanna á myndinni. Skemmtu þér við að leysa þessa krefjandi gátu með ímyndunaraflið að vopni.
Wasgij púslin eru geysivinsæl um heim allan og skyldueign á heimili metnaðarfullra púslara!