Wasgij Original 34 Piece of Pride , ,

Hinsegin Dagar 1000 bitar

Pride-göngur og hinsegin dagar eru árlegur viðburður víða um heim þar sem fólk kemur saman til að fagna fjölbreytileikanum og ástinni í allri sinni mynd. Í þessari göngu virðist mannskapurinn skemmta sér konunglega. Jafnvel amma gamla sem er nú frekar íhaldssöm getur ekki hamið gleði sína yfir einu atriðinu.

Kostulegt og óhefðbundið 1000 bita púsluspil frá Jumbo. Kassinn sýnir ekki myndina sem á að púsla heldur gefur vísbendingu um hana. Þegar þú púslar Wasgij Original púsl, sérðu atburðinn á kassanum frá sjónarhorni persónanna á myndinni. Skemmtu þér við að leysa þessa krefjandi gátu með ímyndunaraflið að vopni.

Wasgij púslin eru geysivinsæl um heim allan og skyldueign á heimili metnaðarfullra púslara!

Aldur:
Fjöldi Púslbita:
Myndefni púsls:
Vörunúmer: 19181
Stærð: 68 x 49 cm
Framleiðandi Púsls: