zombie15_1
zombie15_1zombie15_2zombie15_4zombie15_3

Zombie 15 , ,

15 mínútur til að lifa af!

Verulega vandað og bráðskemmtilegt samvinnuspil sem gerist í rauntíma. Allir sem eru eldri en átján ára hafa breyst í uppvakninga og þá hungrar í ferskt hold… Leikmenn eru í litlum hópi 15 ára eftirlifenda og þurfa að vinna saman til að ná árangri. Hætturnar leynast víða en leikmenn þurfa að ferðast í gegnum bæinn til að finna vopn, húsaskjól, mat ofl. Einnig þurfa þeir að finna annað fólk sem enn er á lífi og reyna að komast að upptökum uppvakningafaraldursins.

Zombie 15 nafnið er dregið af því að spilað er í rauntíma og leikmenn hafa aðeins 15 mínútur til að sigrast á uppvakningunum og lifa af. Geisladiskur fylgir sem hjálpar til við að skapa drungalega stemningu en einnig til að passa upp á 15 mínútna regluna. Hér gildir samvinna, hugvit og hraði framar öllu. Leikmenn þurfa að taka erfiðar ákvarðanir á mettíma.

*Spilið er á ensku

Fjöldi leikmanna: 2-4
Leiktími: 15-60 mín
Aldur:
Vörunúmer: 51115
Útgefandi:
Innihald:
- Survival Guide - reglur
- Death at your Heels - herferð
- 32 svæðisskífur
- 1 geisladiskur
- 8 hetjur
- 99 uppvakningar
- 1 aðal uppvakningur
- 8 hetjuspjöld
- geymslubox
- 59 leitarspil
- 48 uppvakningaspil
- 18 sértækir munir spil
- 33 atburðarrásarspil
- 25 skotfæraskífur
- 15 lífsstigaskífur
- 40 leitarskífur
- ýmsar skífur (bíll, bensínbrúsi, þyrla ofl)
enska
Product ID: 3687 Categories: , , . Merki: , , , , , .