Innköllun leikföngum frá Rubbabu
Allsherjar innköllun stendur nú yfir á RUBBABU leikföngum sem eru úr mjúku gúmmí með flauelsmjúku yfirborði, en mest hefur selst af boltum og litlum farartækjum á hjólum. Innflutningsaðili varanna er Nordic Games en flest leikföngin hafa verið seld í gegnum verslun Margt og Mikið en nokkur eintök fóru í verslanir Aftur-Nýtt EHF, Bókaverzlun Breiðafjarðar og Kaupfélag Vestur Húnvetninga. Hætta: Við prófanir eftirlitsaðila kom í ljós að leikföngin innihalda of mikið magn af nítróamín (NDMA, NDBA,NDEA)…
Lesa áfram