Innköllun leikföngum frá Rubbabu Óflokkað
Allsherjar innköllun stendur nú yfir á RUBBABU leikföngum sem eru úr mjúku gúmmí með flauelsmjúku yfirborði, en mest hefur selst af boltum og litlum farartækjum á hjólum. Innflutningsaðili varanna er Nordic Games en flest leikföngin hafa verið seld í gegnum verslun Margt og Mikið en nokkur eintök fóru í verslanir Aftur-Nýtt EHF, Bókaverzlun Breiðafjarðar og Kaupfélag Vestur Húnvetninga.
Hætta: Við prófanir eftirlitsaðila kom í ljós að leikföngin innihalda of mikið magn af nítróamín (NDMA, NDBA,NDEA) sem geta verið krabbameinsvaldandi við inntöku eða snertingu við húð. Hægt er að sjá nánar á vefsíðu EU – Safety Gate (alert number: A12/02759/24)
Hvað á viðskiptavinur að gera? Því er beint til allra eigenda þessara vara að hætta notkun þeirra þegar í stað og farga eða skila vöru til endursöluaðila og fá endurgreitt til 31.janúar 2025. Viðskiptvinir geta haft samband við söluaðila í gegnum tölvupóst á póstfangið margtogmikid@margtogmikid.is eða í síma 5654444.