Gæsaráskorun
Skemmtilegt spil frá Educa fyrir 2-4 leikmenn, 6 ára og eldri. Leikurinn snýst um að koma peðinu sínu heilan hring um leikborðið með því að finna samstæð gæsapör og hoppa á milli reita. Hægt er að spila í tveimur mismunandi tilbrigðum sem reyna á hraða og athyglisgáfu.