8Bit Box: Double Rumble viðbót , ,

Í fjarlægri framtíð hefur megn mengun valdið glæpaöldu og stökkbreytingum og lögreglan fær ekkert við ráðið. Nokkrar hetjur ákveða að taka málin í sínar hendur og bjarga borginni sinni frá tortímingu.

Viðbót fyrir 8Bit Box spilið frá iEllo fyrir 1-2 leikmenn, 10 ára og eldri. Upphaflega spilið var hugsað sem borðútgáfa af vinsælum tölvuleikjum frá 9. áratugnum. Í viðbótinni hjálpast tveir leikmenn að við að aðstoða bardagakappa sína í baráttunni við margvíslega óvini. Einnig er hægt að spila eins-manns tilbrigði.

Ath. Viðbót! Spilast með 8Bit Box grunnspili. Spilast ekki sjálfstætt.

Fjöldi leikmanna: 1-2
Leiktími: 45 mín
Aldur:
Vörunúmer: 51634
Útgefandi:
Innihald:
• 76 óvinaspil
• 8 skrímslaspil
• 15 verkfæraspil
• 1 leikborð (í 2 hlutum)
• 6 bardagakappaflísar
• 6 áframhaldandi áhrifamerki
• 2 ‚fjarstýringar‘
• 10 stórir hvítir kubbar
• 20 litlir hvítir kubbar
• 5 teningar í mismunandi litum
• Leikreglur











enska
Product ID: 21067 Categories: , , . Merki: , , , , .