Æsispennandi og krefjandi samvinnuspil frá Thames & Kosmos fyrir 1-4 leikmenn, 16 ára og eldri sem gengur út á að leysa ráðgátu á hættulegri eldfjallaeyju. Leikmenn fara í hlutverk háskólastúdenta sem vinna að vísindaverkefni á eyju þar sem er virkt eldgos. Með því að skoða staði og lífríki, og tala við íbúana komist þið áfram í leit ykkar að svörum. Hvaða leyndarmál eru falin á þessum háskaslóðum?