Afríkugarðurinn
Skemmtilegt 1000 bita púsl frá Heye eftir listamanninn Marino Degano. Hvað ef hægt væri að spara fólki þá fyrirhöfn að fara alla leið til Afríku til að fara í safari og búa bara til Afríkugarð á hentugum stað? Hér er tillaga að slíkum garði þar sem alls konar framandi dýrategundir virðast lifa saman í sátt og samlyndi, svona nokkurn veginn… Starfslið garðsins hefur þó í nógu að snúast við að hafa stjórn á öllu.