Fire Starter Tools
Skemmtilegt og gagnlegt leikfang úr Explore vörulínu SES. Að kunna að kveikja eld án kveikja og eldspýtna er þekking sem nýtist og getur gert gæfumuninn í erfiðum aðstæðum. Þetta sett kennir tvenns konar tækni til þess að kveikja eld með ólíkum áhöldum og hvernig má nota reyk í neyðaraðstæðum. Áhöldin virka í alvörunni, þau eru ekki leikföng og ætti að meðhöndla varlega.
SES Explore vörulínan inniheldur ýmis konar vörur fyrir börn sem hneigjast að raungreinum og náttúrunni. Með SES Explore vörunum geta þau rannsakað og lært um heiminn á spennandi og skapandi hátt.