Alhambra Spain 1000 pcs
Fallegt 1000 bita panorama púsl frá Jumbo með ljósmynd af Alhambra höllinni í Granada borg í Andalúsíu á Spáni. Alhambra var byggð á 14. öld, á eldri rómverskum rústum, þegar múslimar réðu ríkjum á Suður-Spáni og höllin endurspeglar byggingarstíl þeirra. Nafnið er arabíska og þýðir ‚hin rauða‘ með vísun í rauðleitan steininn sem notaður var í bygginguna.