Húsagerðarverkfræði
Flott vísindasett frá Thames & Kosmos fyrir börn, 8-14 ára, til að læra um húsagerðarverkfræði (sem sker sig frá byggingarverkfræði að því leyti að þar er aðaláherslan á byggingar en ekki alla innviði). Með settinu er hægt að gera 26 mismunandi verkefni og m.a. byggja módel af þekktum byggingum eins og Eiffel turninum og óperuhúsinu í Sydney.