Azul BorðspilAzul BorðspilAzul Borðspil

Azul , ,

Spiel des Jahres 2018

Skemmtilegt flísalagningarspil fyrir 2-4 leikmenn, 8 ára og eldri.

Portúgalir kynntust gleruðum flísum, azulejos (upprunalega hvítar og bláar postulínsflísar), í gegnum Máranna. Þegar portúgalski konungurinn Manuel I heimsótti Alhambra höllina á Suður-Spáni varð hann heillaður af ótrúlegri fegurð flísaskreytinga Máranna. Konungurinn, dolfallinn fyrir fegurðinni inni í Alhambra, fyrirskipaði tafarlaust að hans eigin höll í Portúgal skyldi skreytt með sams konar veggflísum. Í Azul ferð þú í hlutverk flísalistamanns sem ráðinn er til að skreyta veggi konungshallarinnar í Evora.

Leikmenn skiptast á að leggja niður flísar og skora stig eftir því hvernig þeim gengur að fá ákveðin mynstur. Stigahæsti leikmaðurinn í lokin vinnur.

Spilið hlaut hin þekktu Spiel des Jahres verðlaun í Þýskalandi og var valið spil ársins 2018. Það hefur einnig hlotið ýmsar aðrar viðurkenningar og tilnefningar.

Íslenskar leikreglur innifaldar.

Fjöldi leikmanna: 2-4
Leiktími: 30 mín
Aldur:
Vörunúmer: 49-6056
Hönnuður:
Listamaður:
Útgefandi:
Innihald:
• 100 plastflísar
• 4 leikmannaspjöld
• 9 uppstillingarplötur
• 4 stigateningar
• 1 byrjunarflís
• 1 taupoki
• 1 leiðbeiningar
islenskaenska