Brot af sögunni: Villta Vestrið 1000 bitar ,

Pieces of History: The Wild West 1000 pcs

Flott 1000 bita púsl frá Jumbo með mynd eftir listamanninn Rob Derks sem vinnur í stúdíói Jan Van Haasteren og gerir frábærar skopteikningar eins og lærimeistari sinn. Brot af sögunni er myndasería þar sem ýmsir atburðir úr sögunni eru sýndir í kostulegu ljósi.

Hér sést mynd frá Villta Vestrinu en það á við tímabil sem spannar 17., 18., 19., og jafnvel hluta af 20. öldinni þegar landnámsmenn og síðar Bandaríkjamenn voru að stækka landsvæði sitt til austurs. Þar ríkti oft mikið stjórnleysi og var þetta ofbeldisfullt og erfitt tímabil þegar barist var við innfædda, leitað var að gulli og kúrekar og útlagar herjuðu á nýlagðar lestarleiðir. Síðar var rómantísku ljósi slegið á tímabilið og varð til sú ímynd sem við þekkjum af hugprúðum kúrekum að berjast við spillta fógeta, útlaga og indjána.

 

Aldur:
Fjöldi Púslbita:
Myndefni púsls:
Stærð: Stærð púslaðs púsls: 68 x 49 cm
Þyngd: 790 g
Stærð pakkningar: 27 x 37 x 7 cm
Framleiðandi Púsls:
Listamaður púsls:
Útgefandi:
Innihald:
1000 púslbitar