Efnafræðisett fyrir byrjendur 2. útgáta
Skemmtilegt vísindasett frá Thames & Kosmos fyrir börn, 10 ára og eldri, til að kynna þau fyrir undrum efnafræðinnar. Með settinu er hægt að gera 125 mismunandi tilraunir, t.d. að búa til ósýnilegt blek, kanna áhrif mismunandi efna á málm, læra um rafsundrun, loftþrýsting, yfirborðsspennu, efnasamsetningu vökva, s.s. mettaðra og ómettaðra upplausna og margt margt fleira. Fyrir utan það sem settið inniheldur, þarf líka að finna til ýmsilegt sem ætti að vera til á heimilinu, s.s. sápu, sykur, matarolíu, kalk og fleira. Settið er hannað með öryggi í huga og ætti ekki að valda neinum skaða ef allt er rétt með farið en fullorðinn aðili ætti að vera viðstaddur.