Efnafræði fyrir byrjendur
Sniðugt sett frá Thames & Kosmos fyrir ungt áhugafólk um efnafræði. Lærðu undirstöðuatriðin með yfir 120 tilraunum. Einnig er farið yfir algenga hluti á tilraunastofum og hvernig á að ganga um þar. Tilraunirnar er margvíslegar en þær snerta m.a. á litum og ósýnilegu bleki, loftþrýstingi, yfirborðsspennu, málmi, koltvísýringi, vatni, súrefni, kristöllum, sápum, kalsíum o.fl. Auk þess sem settinu fylgir, er hægt að nota ýmislegt sem gæti verið til á heimilinu, s.s. kerti, álpappír, edik, matarsóda o.fl. Uppgötvaðu töfra efnafræðinnar og hvernig hún snertir daglegt líf með þessu skemmtilega setti.