Efnafræði fyrir þaulvana
Sniðugt sett frá Thames & Kosmos fyrir ungt áhugafólk um efnafræði sem er e.t.v. búið að fara í gegnum C1000 og C2000 efnafræðipakkanna og er því orðið nokkuð kunnugt faginu (ekki er þó nauðsynlegt að nota hin settin á undan). Hægt er að gera yfir 330 efnafræðitilraunir með settinu og nokkrum algengum hlutum á heimilinu, s.s. eldhúsáhöldum, mat, sótthreinsispritti, hreinsiefnum o.fl. Einnig er farið yfir ýmislegt sem efnafræðingar þurfa að kunna skil á s.s. efnafræðijöfnur, efnatengi og efnin í lotukerfinu. Hentar fyrir stálpaða efnafræðinörda og jafnvel menntaskólanemendur.