ChessLight Skáktölva ,

Glæsileg skáktölva með gegnsæjum taflmönnum og ljósum í borðinu frá Lexibook sem býður upp á fjölmarga möguleika, bæði fyrir byrjendur og vanari leikmenn. Hægt er að velja um 64 stillingar, m.a. fyrir tvo leikmenn eða einn (spilað á móti tölvunni), margvíslegar byrjendastillingar, tímastillingar (tímamörk sem leikmaður hefur til að leika), greiningar-og kennslustillingar. Ljós geta gefið til kynna þegar leikmaður hefur átt góðan leik, eða ógildan leik og þegar búið er að skáka eða skáka og máta. Einnig hægt að spila með og án hljóðs. Tölvan gengur fyrir 4 AA rafhlöðum eða rafmagnssnúru (rafhlöður og snúra ekki innifalin).

Lexibook framleiðir aðallega margvísleg raftæki fyrir fyrirtæki og einstaklinga, en einnig leikföng og hljóðfæri fyrir börn með þekktum merkjum, s.s. Disney, Marvel, Barbie og Paw Patrol.

Aldur:
Vörunúmer: LCG3000
Útgefandi:
Innihald:
• Skáktölva
• 32 Taflmenn
• Leiðbeiningar
Product ID: 27549 Categories: , . Merki: , , , , .