Skemmtileg útgáfa af hinu sígílda spili Cluedo fyrir aðdáendur Harry Potter. Leikmenn fara í hlutverk Harry Potter og bestu vina hans til að reyna að leysa ráðgátuna um týnda samnemandann. Þeir reyna að finna út hver er sökudólgurinn, hvar hann lét til skara skríða og með hvaða galdri eða vopni. Var það Fenrir með álagahálsmeni í Forboðna skóginum? Notið flugduft til að komast hraðar yfir en gætið ykkar á köldum eldstæðum. Þegar þið hafið allar upplýsingar undir höndum, farið þið í Hreysið og berið upp ásakanir ykkar.