Glæsilegt eins manns þrautaspil í Minecraft stíl.
Code Master er eitt allsherjar kóðunar ævintýri sem minnir um margt á tölvuleik, enda þjálfar spilið forritunarfærni. Leikmaðurinn stjórnar sinni eigin Avatar persónu sem ferðast í gegnum mismunandi staðsetningarkort og safnar kristöllum. Á hverju stigi þarf leikmaðurinn að nota forritunarhæfni til að setja saman röð aðgerða sem koma Avatar persónunni í gegnum kortið, með alla kristallana, og að gáttinni sem leiðir að næsta stigi. Spilið inniheldur 60 erfiðleikastig og þyngist eftir því sem leikmaðurinn vinnur sig í gegnum stigin. Nauðsynlegt er að gefa sér tíma í hvert stig og vanda sig þar sem aðeins ein röð aðgerða er rétt.