Sniðugt og handhægt þrautaleikfang sem er tilvalið í ferðalagið. Í bæklingnum sem fylgir með eru um 100 þrautir á mismunandi erfiðleikastigum. Raðaðu plaststykkjunum í bakkann eins og þrautin sýnir og reyndu svo að fylla hann með afganginum þannig að allt passi.
Leikfang sem reynir verulega á heilann og þjálfar stærðfræðigetu.
Lonpos var stofnað árið 1983 og hefur síðan hannað og framleitt margs konar gestaþrautir og þrautaleikföng sem eru krefjandi og halda huganum í góðu formi.