Diamond Quest
Skemmtilegur þrautaleikur frá Smart Games fyrir einn leikmann. Finna þarf staðsetningu demantanna í námunni og sérstaklega þann stóra rauða. Þrautirnar gefa vísbendingar um hvar þeir eru og því dýpra sem þú grefur því meiri rökhugsun þarf að beita. Inniheldur bækling með 80 þrautum á mismunandi erfiðleikastigum, ásamt lausnum, sem reyna á m.a. rökhugsun, sjónræna greiningu og skipulag.