Dixit_Odissey_1
Dixit_Odissey_1Dixit_Odissey_2Dixit_Odissey_6Dixit_Odissey_5Dixit_Odissey_4

Dixit Odyssey , , , , ,

Með Dixit Odyssey, upplifir þú alla töfra Dixit – farsælasta borðspils síðari ára!

Hinn stórkostlegi heimur Dixit snýr aftur í þessari nýju útgáfu sem mun heilla jafnt vana Dixit spilara sem og þá sem eru að kynnast spilinu í fyrsta sinn. Dixit Odyssey er sjálfstætt spil en það getur einnig virkað sem viðbót við Dixit spilið.

Spilið gengur út á að leikmenn skiptast á að vera sögumenn. Sögumaðurinn velur spjald af hendi og notar orð, setningu, hljóð, málshátt eða bara hvað sem er til að lýsa spjaldinu sínu. Það eru í raun og veru engin takmörk fyrir því hvað má segja og hægt er að sækja innblástur í ljóð, söngva, kvikmyndir, bókmenntir o.s.frv. Hinir leikmennirnir velja eitt af sínum spilum sem þeim finnst passa við lýsingu sögumannsins. Allir leggja spilið sem þeir völdu á hvolf, sögumaðurinn stokkar spilin og snýr þeim svo upp. Þá eiga allir að reyna að giska hvaða spjald sögumaðurinn á. Ef enginn giskar á rétt spjald — eða allir giska á það — þá fær sögumaðurinn engin stig. Kúnstin fyrir sögumanninn er því að segja eitthvað sem hvorki segir of mikið né of lítið til um hvað er á spjaldinu, þannig að sem líklegast verði að einhverjir leikmenn kjósi rétt en ekki allir.

Spilið inniheldur 84 ný og glæsileg spjöld með mismunandi myndum eftir listahjónin Marie og Piero Cardouat sem kitla ímyndunaraflið með, oft á tíðum, hnyttnum og óútreiknanlegum afleiðingum. Dixit Odyssey kynnir einnig til sögunnar nýjar spilaleiðir í leikreglum, fyrir 6 eða fleiri leikmenn. Í kassanum er pláss fyrir öll spilin sem fylgja með Dixit spilinu og þannig er hægt að sameina spilin tvö í eitt stórt og glæsilegt Dixit spil.

Afhjúpaðu leyndarmálin á bak við myndirnar, forðastu gildrur mótherja þinna og gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn!

Fjöldi leikmanna: 3-12
Leiktími: 30 mín
Aldur:
Vörunúmer: 1052
Þyngd: 939 gr
Stærð pakkningar: 27,5 x 27,5 x 5,6 sm
Hönnuður:
Útgefandi:
Innihald:
- Leikborð
- 84 spjöld með myndum
- 12 atkvæðistöflur
- 24 atkvæðispinnar
- 12 kanínur úr tré
- Leikreglur
islenskaenskafranskaitalskaportugalskaspaenskahollenskapolska