Dominion_1
Dominion_1Dominion_2Dominion_3

Dominion ,

Úr hæglátu ríki í ósigrandi konungsveldi

Þú ræður yfir hófsömu konungsríki, sem samanstendur að mestu af iðandi lækjum og grænum hlíðum. En það er ekki nóg…Ólíkt forfeðrum þínum ertu með drauma um stærra ríki með fjölbreyttara landslagi, ólgandi ám og skógum með fjöldan allan af mismunandi trjágróðri. Þú vilt konungsveldi! Allt um kring liggja ónumin landsvæði. Þitt hlutverk er að breiða siðmenninguna út til sem flestra og sameina þá undir þínum fána.

En bíddu nú við! Aðrir konungar hafa greinilega fengið nákvæmlega sömu snilldar hugmyndina? Nú verður þú að keppast við að ná eins mörgum landsvæðum og þú megnar undir þína stjórn á meðan leikið er á andstæðinginn. Til að ná takmarkinu þarftu að koma þér upp fylgjendum, byggja mannvirki, flíkka upp á kastalann (andlit konungsveldisins) og fylla ríkissjóð af fjármagni. Ekki er víst að foreldrar þínir myndu leggja blessun sína yfir öll þau bellibrögð sem þarf að beita til að ná teljanlegum árangri en forfeðurnir hefðu skríkt af kæti og brjóstin bólgnað af stolti.

Fjöldi leikmanna: 2-4
Leiktími: 30 mín
Aldur:
Vörunúmer: 68-0370
Þyngd: 1470 gr
Stærð pakkningar: 29,5 x 29,5 x 7 sm
Útgefandi:
Innihald:
- 500 spil
- Spilastandur
- Leikreglur
enska
Product ID: 3417 Categories: , . Merki: , .