Exit Aðventudagatal Leitin að Gylltu Bókinni
Spennandi Exit ævintýri á aðventunni frá Thames & Kosmos fyrir 1 eða fleiri leikmenn, 10 ára og eldri. Jólasveinninn hefur týnt gylltu bókinni sinni en þar eru allar jólaóskir barnanna útlistaðar. Til að hægt sé að gleðja börnin á jólunum verður að finna bókina. Á hverjum degi í desember til jóla er opnaður einn gluggi á dagatalinu og ein þraut leyst sem færir leikmenn nær því að leysa heildarráðgátuna. Aðeins ef leikmenn leysa allar 24 gáturnar, er hægt að finna bókina og bjarga jólunum.
ATH: EXIT spil er aðeins hægt að spila einu sinni.
Erfiðleikastig: 1/5