Exit: Töfraskógurinn
Spennandi samvinnuspil frá Thames & Kosmos fyrir 1-4 leikmenn, 10 ára og eldri, í anda Escape Room leikjanna. Það sem átti að vera slakandi skógarganga breytist skyndilega í eitthvað mun skuggalegra. Þegar þið gangið yfir brú, hverfur hún að baki ykkur og þið rekist á undarlegar ævintýraverur og dularfullar gátur. Hvað er í gangi og hvernig komist þið út úr skóginum?
Erfiðleikastig: 2/5.
*Ath: Exit spilin eru einnota, aðeins er hægt að spila spilið einu sinni.