Exit: The Polar Station , , , ,

Exit: Heimsskautastöðin

Spennandi spil frá Thames & Kosmos fyrir 1-4 leikmenn, 12 ára og eldri, í anda Escape Room leikjanna. Þið leikið vísindamenn sem farið í leiðangur á Norðurskautið. Skyndilega fer aðvörunarkerfið í gang og þið verðið að rýma rannsóknarstöðina. Þið hlaupið að dyrunum en þær eru læstar! Þið uppgötvið að rannsóknarstöðin við hliðina hefur verið eyðilögð. Þið reynið að finna út hvað gerðist en finnið bara vasabók. Þið hafið nauman tíma.  Leikmenn leysa saman þrautir í von um að sleppa úr rannsóknarstofunni í tæka tíð.

Erfiðleikastig: 3/5.

 

*Ath: Exit spilin eru einnota, aðeins er hægt að spila spilið einu sinni.

Fjöldi leikmanna: 1-4
Leiktími: 60-120 mín
Aldur:
Vörunúmer: 692865
Hönnuður:
Listamaður:
Útgefandi:
Innihald:
• 1 afkóðunarskífa
• 84 spil
• 2 dularfullir hlutir
• Bók
• Leikreglur

enska